Eigandinn
Samfélagsleg ábyrgð
Eigandinn
Styðjum samfélagslega ábyrgð

Við erum trú hlutverki okkar og framfylgjum stefnu stjórnvalda um bætta lýðheilsu. Við styðjum samfélagslega ábyrgð í áfengis- og tóbaksmálum í sátt við samfélagið.

Rekstur
Eigandinn
Rekstur

Stór hluti tekna ÁTVR er með einum eða öðrum hætti hluti af tekjum ríkissjóðs, í formi áfengis- og tóbaksgjalda, virðisaukaskatts og arðs. Í ár nam þessi upphæð um 27.153 milljónum króna, en var 29.980 milljónir króna árið á undan. Greiddur var 500 milljónir króna arður í ríkissjóð.

1. janúar 2022 voru gerðar breytingar á áfengis- og tóbaksgjöldum. Áfengisgjaldið hækkaði um 2,5% á alla flokka, það er léttvín, sterkt áfengi og bjór. Tóbaksgjald hækkaði á vindlinga um 2,5% en vindla og neftóbak um 2,6%.

Hagnaður
Eigandinn
Hagnaður og sölutölur

Hagnaður var 877 milljónir króna, í samanburði við 1.631 milljón króna árið 2021. Rekstrartekjur ársins voru 41.125 milljónir króna. Rekstrargjöld námu 40.180 milljónir króna, þar af var vörunotkun 34.951 milljón króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 1.233 milljónir króna, eða 3%. Arðsemi eiginfjár á árinu var 13,3%.

Hagnaður
877
milljónir króna
Arður til ríkissjóðs
500
milljónir króna
Sala áfengis
Eigandinn
Sala áfengis

Tekjur af sölu áfengis voru 32.902 milljónir króna án vsk. og minnkuðu um 7,5% milli ára. Alls voru seldir 24,1 milljón lítra af áfengi. Sala ársins var 8,4% minni í lítrum í samanburði við fyrra ár. Sala dróst saman í öllum flokkum, í léttvíni um 12,3%, í sterku áfengi um 8,1% og 7,5% í bjór.

eigandinn_sala áfengis_1620x1200
Sala tóbaks
Eigandinn
Sala tóbaks

Tekjur af sölu tóbaks voru 8.137 milljónir króna án vsk. og minnkuðu um rúmlega 13% milli ára. Sala tóbaks dróst saman í öllum flokkum. Sala á neftóbaki var tæplega 24% minni í magni en árið á undan og sala á vindlingum (sígarettum) minnkaði um tæp 15% á milli ára.

Neftóbak
12,5
tonn seld
Sala á vindlingum
15%
samdráttur
Breyting á sölu áfengis 2021 - 2022
Breyting á sölu tóbaks 2021 - 2022
Framkvæmdir
Eigandinn
Framkvæmdir í Vínbúðum

Helstu framkvæmdir ársins voru að Vínbúðin á Egilsstöðum flutti í nýtt húsnæði og unnið var að viðhaldi á húsnæði Vínbúðanna á Akureyri, Seyðisfirði, Kirkjubæjarklaustri, Grundarfirði, Búðardal og Flúðum. Breytingar voru gerðar á innréttingum í Vínbúðunum í Mosfellsbæ, Stykkishólmi, Garðabæ og Selfossi. Framkvæmdir við húsnæði ÁTVR að Stuðlahálsi héldu áfram og hafist var handa við að undirbúa stækkun dreifingarmiðstöðvar.

51
Vínbúð um allt land
13
Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu
Vörudreifing
Eigandinn
Vörudreifing

Með markvissri vörustjórnun er leitað leiða til að koma vörum í hillur Vínbúðanna með sem skilvirkustum hætti. Á undanförnum árum hefur verið farið í fjölmörg verkefni til að bæta innkaup, dreifingu og vörumeðhöndlun. Í þessum verkefnum reynir á skilning allra á starfseminni og góða samvinnu. Til að einfalda vörumeðhöndlun og minnka áfyllingu vöru á opnunartíma Vínbúða hefur verið ráðið starfsfólk sem sinnir áfyllingum í stærstu Vínbúðunum að hluta til utan opnunartíma. Þetta hefur leitt af sér skilvirkara ferli flutninga og betri nýtingu flutningabíla, sem leiðir um leið til minni umhverfisáhrifa. ÁTVR dreifir vörum með eigin bifreiðum á höfuðborgarsvæðið, til Akraness, Borgarness, Reykjanesbæjar, Grindavíkur og í sex Vínbúðir á Suðurlandi; Hveragerði, Þorlákshöfn, Selfoss, Flúðir, Hellu og Hvolsvöll. Aðrir flutningar eru boðnir út.