Sjálfbærniskýrsla (GRI)
Sjálfbærniskýrsla GRI
Sjálfbærniskýrsla (GRI)
Sjálfbærniskýrsla GRI
Ársskýrsla ÁTVR er gefin út í tíunda sinn í samræmi við viðmiðunarreglur Global Reporting Initiative (GRI). Upplýsingar í skýrslunni gilda fyrir almanaksárið 2022.

Efnisyfirlit yfir GRI

Þessi skýrsla hefur verið gerð í samræmi við GRI 1: Foundation 2021

Í GRI 2 almennri upplýsingagjöf og GRI 3 mikilvæg efnisatriði er markmiðið að gera grein fyrir starfsemi fyrirtækisins, stefnu, stærð og staðsetningu þess, stjórnarháttum auk umgjarðar skýrslunnar. Einnig er lýst hvernig unnið er með einstaka málaflokka samfélagslegrar ábyrgðar í liðum 200, 300 og 400. Ártalið fyrir aftan hvern GRI-vísi greinir frá hvaða staðall er notaður.

Taflan hér fyrir neðan sýnir hvar greint er frá aðgerðum í ársskýrslu 2022 sem greinir frá samfélagslegri ábyrgð.

GRI 2 Fyrirtækið og upplýsingagjöf Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
2-1 Um fyrirtækið Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - ÁTVR, Stuðlaháls 2, 110 Reykjavík. ÁTVR er eingöngu með starfsemi á Íslandi. ÁTVR er alfarið í eigu íslenska ríkisins.
2-2 Rekstrareiningar/aðilar sem falla undir upplýsingagjöf fyrirtækisins um sjálfbærni
2-3 Skýrslutímabil, tíðni og samskiptaupplýsingar Árlega. vinbudin@vinbudin.is
2-4 Endurframsettar upplýsingar Losunarsvið 3 er með 99% af CO2 losun. Síðasta ár var endurreiknað og breyttust losunartölur lítillega.
2-5 Ytri úttekt og vottun Áritun ríkisendurskoðenda fyrir fjárhagslegar upplýsingar. Sjálfbærniskýrsla staðfest með nægilegri vissu af Deloitte.
GRI 2 Starfsemi og vinnuafl Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
2-6 Starfsemi, virðiskeðja og önnur viðskiptasambönd
2-7 Starfsfólk Starfsfólk alls 480 (264 konur, 215 karlar og 1 hlutlaust kyn) - Konur 55% - Karlar 45% 8
2-8 Vinnuafl sem er ekki starfsfólk
GRI 2 Stjórnhættir Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
2-9 Stjórnskipulag og skipurit
2-10 Tilnefning og val á æðstu stjórnendum
2-11 Stjórnarformaður Enginn stjórnarformaður
2-12 Aðkoma æðstu stjórnar að eftirliti með stýringu áhrifa
2-13 Framsal ábyrgðar fyrir stýringu áhrifa
2-14 Aðkoma æðstu stjórnar að upplýsingagjöf um sjálfbærni Aðstoðarforstjóri er ábyrgur fyrir samfélaglegri ábyrgð og upplýsingagjöf um sjálfbærni
2-15 Hagsmunaárekstrar
2-16 Upplýsingagjöf um veigamikil atriði
2-17 Heildarþekking æðstu stjórnar
2-18 Mat á frammistöðu æðstu stjórnar
2-19 Starfskjarastefnur
2-20 Launaákvörðunarferli
2-21 Árlegur launasamanburður
GRI 2 Stefna, stefnumið og starfshættir Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
2-22 Yfirlýsing um stefnu í sjálfbærri þróun Umhverfis- og loftslagsstefna ÁTVR og Roadmap með norrænu áfengiseinkasölunum
2-23 Skuldbindingar skv. stefnumiðum Umhverfis- og loftslagsstefna ÁTVR og Roadmap með norrænu áfengiseinkasölunum. Markmiðið er 50% samdráttur kolefnislosunar í losunarsviði 3, eða allri virðiskeðjunni fyrir 2030, viðmiðunarár 2020.
2-24 Samþætting skuldbindinga skv. stefnumiðum Stefna og markmið í Umhverfis- og loftslagsstefnu ÁTVR eru samþykkt af framkvæmdastjórn
2-25 Úrbótaferli vegna neikvæðra áhrifa
2-26 Verkferlar til að leita ráðgjafar og tilkynna álitamál
2-27 Hlíting laga og reglna Engar sektir eða brot
2-28 Aðild að samstarfi og félögum
GRI 2 Aðkoma hagsmunaaðila Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
2-29 Aðkoma hagsmunaaðila - nálgun
2-30 Kjarasamningar 8
GRI 3 Mikilvægisþættir 2021 Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
3-1 Útskýring á viðfangsefni og mörkum þess
3-2 Stjórnunarnálgunin og þættir hennar
3-3 Mat á stjórnunarnálguninni
Efnahagur
GRI 201 Fjárhagsleg frammistaða 2016 Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
201-1 Beint efnahagslegt virði sem er skapað og dreift 8
201-2 Fjárhagsleg áhrif og önnur áhætta og tækifæri sökum loftslagsbreytinga 13
201-3 Skilgreint fyrirkomulag skuldbindinga um bætur og annað fyrirkomulag eftirlauna 8
201-4 Fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum 500 milljónir greiddar í arð til ríkissjóðs
GRI 204 Innkaup 2016 Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
204-1 Hlutfall útgjalda til birgja í nærsamfélaginu 12
GRI 205 Varnir gegn spillingu 2016 Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
205-1 Mat á rekstri vegna áhættu sem tengist spillingu Árleg birgjakönnun 16
Umhverfi
GRI 301 Efnisnotkun 2016 Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
301-1 Efni sem notuð eru eftir þyngd eða rúmmáli 12
301-3 Endurvinnanlegar vörur og efni notað í umbúðir þeirra 89% skilahlutfall umbúða á Íslandi 12
GRI 302 Orka 2016 Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
302-1 Orkunotkun innan skipulagsheildarinnar Raforka, jarðhiti, jarðolía og kælimiðlar 7, 12, 13
302-4 Minnkun á orkunotkun 12, 13
GRI 304 Líffræðilegur fjölbreytileiki 2016 Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
304-2 Veruleg áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika. af starfsemi, vöru og þjónustu 15
GRI 305 Losun 2016 Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
305-1 Bein losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) (losunarsvið1) 141 tonn CO2e 3, 12, 13, 14, 15
305-2 Óbein orkulosun gróðurhúsalofttegunda (GHL) (losunarsvið 2) 18 tonn CO2e 3, 12, 13, 14, 15
305-3 Önnur óbein losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) (losunarsvið 3) 24,998 tonn CO2e 3, 12, 13, 14, 15
305-4 Styrkur á losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) 3, 13, 14, 15
305-5 Minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) 17% samdráttur eða -5.010 tonn CO2e í öllum losunarsviðum. 13, 14, 15
305-6 Losun ósoneyðandi efna 3, 12
GRI 306 Úrgangur 2020 Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
306-1 Úrgangsmyndun og veruleg úrgangstengd áhrif 88% endurvinnsluhlutfall
GRI 307 Hlíting Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
307-1 Ekki farið að umhverfislögum og reglum Engar sektir eða brot
Samfélag
GRI 401 Vinnuafl 2016 Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
401-1 Nýráðningar starfsmanna og starfsmannavelta Starfsmannavelta 33% 5, 8
401-2 Fríðindi fyrir starfsfólk í fullu starfi en ekki fyrir starfsfólk í hluta eða tímabundnu starfi Samgöngusamningar 3, 8
GRI 402 Kjaramál 2016 Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
402-1 Lágmarks uppsagnarfrestur ef breytingar verða á rekstri
GRI 403 Vinnuvernd 2018 Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
403-1 Fyrirsvar í formlegum og sameiginlegum heilsu-og öryggisnefndum stjórnenda og starfskrafta 3, 11
403-2 Tegundir og tíðni meiðsla, atvinnusjúkdómar, fjarverudagar og fjöldi vinnutengdra dauðsfalla 3
GRI 404 Þjálfun og menntun 2016 Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
404-1 Árlegur meðalfjöldi klukkustunda í þjálfun á hvern starfsmann 20 klst. á stöðugildi 4, 5
404-2 Áætlanir um símenntun starfsmanna og stuðningur við breytingar 8
404-3 Hlutfall starfsfólks sem fær reglulega rýni á frammistöðu og starfsþróun 100% - Öllu starfsfólki er að lágmarki boðið upp á tvö samtöl á ári 5
GRI 405 Fjölbreytileiki og jöfn tækifæri 2016 Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
405-2 Hlutfall grunnlauna og þóknana kvenna í samanburði við karla Uppfyllt að hluta - Jafnlaunakerfi 5, 10
GRI 407 Félagafrelsi og kjarasamningar 2016 Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
407-1 Rekstur og birgjar þar sem hætta er á sniðgöngu varðandi félagafrelsi og sameiginlega kjarasamningagerð 8
GRI 408 Barnaþrælkun 2016 Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
408-1 Rekstur og birgjar þar sem veruleg hætta getur verið á barnaþrælkun 8, 16
GRI 409 Nauðungar- og skylduvinna 2016 Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
409-1 Rekstur og birgjar þar sem veruleg hætta getur verið á nauðungar- eða skylduvinnu Stofnsamningur um vörukaup 8
GRI 413 Nærsamfélag 2016 Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
413-1 Rekstur með virkni í nærsamfélaginu, áhrifamat og þróunaráætlanir Skilríkjaeftirlit 3
GRI 414 Skimun birgja 2016 Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
414-1 Nýir birgjar sem voru skimaðir á grundvelli félagslegra viðmiða 5
414-2 Neikvæð félagsleg áhrif í aðfangakeðjunni og aðgerðir sem gripið var til 5
GRI 416 Heilsa og öryggi viðskiptavina 2016 Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
416-1 Mat á heilsu- og öryggisáhrifum vöru- og þjónustuflokka Vöruskil 6 á 100 þúsund seldar einingar 3
GRI 417 Markaðssetning og merkingar 2016 Upplýsingar Staðsetning Heimsmarkmið
417-1 Kröfur til upplýsinga og merkinga á vörum og þjónustu 1, 12
Staðfesting óháðs endurskoðanda
Sjálfbærniskýrsla (GRI)
Staðfesting óháðs endurskoðanda
deloitte

Til stjórnenda og hagsmunaaðila ÁTVR.

Við vorum ráðin af ÁTVR til að veita álit með takmarkaðri vissu á ófjárhagslegri upplýsingagjöf sem sett er fram með GRI tilvísunartöflu byggðri á Global Reporting Initiative standard (GRI Standards) í Árs- og samfélagsskýrslu ÁTVR fyrir árið 2022.

Verkefni okkar var framkvæmt til þess að leggja mat á:

  • Valda þætti í GRI tilvísunartöflu sem settir eru fram með vísun í GRI standards í Árs- og samfélagsskýrslu ÁTVR fyrir árið 2022. Vísar í umfangi staðfestingarinnar voru GRI 301-1, 302-1, 305-1, 305-2, 305-3 og 306-2 og 401-417.
  • Aðferðir sem notaðar eru til að útbúa upplýsingarnar;
  • Hvort texti sem snýr að sjálfbærni í Árs- og samfélagsskýrslu sé í samræmi við niðurstöður
    einstakra mælikvarða í umfangi.
    Niðurstaða okkar er sett fram með áliti með takmarkaðri vissu.

Ábyrgð stjórnenda
Stjórnendur ÁTVR eru ábyrg fyrir söfnun, greiningu, gerð og framsetningu upplýsinganna sem settar eru fram í skýrslunni, og að tryggja að upplýsingarnar séu án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka.

Óhæði og gæðaeftirlit
Við höfum uppfyllt kröfur um óhæði og önnur ákvæði siðareglna í samræmi við alþjóðlegar siðareglur (IESBA Code), sem byggðar eru á grundvallarreglum um heilindi, hlutlægni, faglega hæfni og varkárni, trúnað og faglega hegðun.
Deloitte ehf. lýtur alþjóðlegum staðli um gæðakerfi (e. International Standard on Quality Management (ISQM) 1 og hefur í samræmi við það innleitt umfangsmikið gæðaeftirlitskerfi, þar á meðal skráðar stefnur og verkferla varðandi fylgni við óhæðis- og siðakröfur faglega staðla og viðeigandi kröfur laga og reglna.

Ábyrgð óháðs endurskoðenda
Ábyrgð okkar er að láta í ljós álit með takmarkaðri vissu á völdum þáttum í GRI tilvísunartöflu og ófjárhagslegum upplýsingum sem settar eru fram í Árs- og samfélagsskýrslu ÁTVR. Við höfum framkvæmt vinnu okkar í samræmi við staðalinn ISAE 3000 (revised), Assurance Engagements Other than Audits or Reviews of Historical Financial Information, til að afla okkur takmarkaðrar vissu um álit okkar. Í samræmi við staðalinn höfum við skipulagt og framkvæmt vinnu okkar til að afla takmarkaðrar vissu á því að valdir þættir í GRI tilvísunartöflu og ófjárhagslegar upplýsingar séu án verulegrar skekkju.

Staðfestingarverkefni með áliti með takmarkaðri vissu (e. limited assurance) er minna að umfangi en staðfestingarverkefni með nægilegri vissu (e. reasonable assurance). Af því leiðir að staðfesting sem fæst er minni en væri í verkefni með nægilegri vissu. Með hliðsjón af mati á verulegum skekkjum, skipulögðum við og framkvæmdum vinnu okkar til að afla allra upplýsinga og skýringa sem nauðsynlegar eru til að styðja við álit okkar.

Við framkvæmdum skoðanir á gögnum, endurreikning gagna, yfirferð á aðferðum sem notaðar eru til að útbúa upplýsingarnar, sem og tókum viðtöl við þá aðila sem eru ábyrgir fyrir því að útbúa gögnin. Við tókum viðtöl við lykilaðila innan ÁTVR, beittum fyrirspurnum varðandi verklag og aðferð við að tryggja að þeir GRI mælikvarðar og ófjárhagslegar upplýsingar sem voru til skoðunar séu sett fram í samræmi við GRI. Við höfum lagt mat á ferla, tól, kerfi og eftirlitsþætti sem stuðst er við, við söfnun, greiningu, gerð og framsetningu upplýsinganna hjá ÁTVR. Við framkvæmdum gagnagreiningaraðgerðir og röktum upplýsingarnar sem greint er frá í undirliggjandi gögn. Ennfremur, höfum við lagt mat á framsetningu upplýsinga í Árs- og samfélagsskýrslu ÁTVR fyrir árið 2022, þar á meðal samræmi í upplýsingagjöfinni.

Álit

Byggt á þeim aðgerðum sem við höfum framkvæmt og þeirra gagna sem við höfum aflað, hefur ekkert komið í ljós sem bendir til annars en að valdir þættir í GRI tilvísunartöflu og ófjárhagsleg upplýsingagjöf ÁTVR í Árs- og samfélagsskýrslu fyrir árið 2022 sé að öllu verulegu leyti í samræmi við valda vísa í GRI standard og að texti sem snýr að sjálfbærni í Árs- og samfélagsskýrslu sé settur fram í samræmi við mælikvarða sem greint er frá.

Kópavogi, 19. maí 2023

Deloitte ehf.

undirskrift

Birna María Sigurðardóttir Endurskoðandi